154. löggjafarþing — 27. fundur,  9. nóv. 2023.

afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs.

469. mál
[13:05]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka utanríkismálanefnd fyrir þá vinnu sem hún hefur lagt í við gerð þessarar tillögu og þeirrar sáttar sem hér hefur komið fram í ræðum. Ég tel að Alþingi Íslendinga hafi staðið undir nafni og við getum verið stolt af okkar vinnu. Þetta eru sennilega bestu vinnubrögð sem ég hef séð á Alþingi síðan ég tók sæti hér.

Varðandi texta tillögunnar er mikilvægt að vopnahléi verði tafarlaust komið á og alþjóðalögum verði fylgt og síðast en ekki síst að brýnt er að öll brot stríðandi aðila á alþjóðalögum verði rannsökuð til hlítar. Ég hefði ekki viljað skrifa þessa tillögu öðruvísi og þingflokkur minn styður hana heils hugar.