154. löggjafarþing — 29. fundur,  13. nóv. 2023.

vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga.

485. mál
[23:35]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að taka undir góðar óskir til Grindvíkinga eins og aðrir kollegar mínir hafa gert fyrr í umræðum. Ég vil þó segja að hér er ábyrg tillaga að frumvarpi sem sett er fram á neyðartímum. Með 4. gr. frumvarpsins er styrkum stoðum rennt undir tekjuöflun ríkisins til stuðnings íbúum á Reykjanesskaganum. Við í þingflokki VG styðjum ekki þessa breytingartillögu fulltrúa minni hlutans, þ.e. allra nema Samfylkingarinnar. Ég segi nei.