154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

Viðbrögð vegna atburðanna á Reykjanesskaga, munnleg skýrsla mennta- og barnamálaráðherra.

[16:27]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Samið hefur verið um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur átta mínútur til framsögu og eru rýmri andsvör leyfð við ræðu ráðherra þannig að allir stjórnarandstöðuflokkar komist stað. Þá talar einn talsmaður frá hverjum þingflokki og verður ræðutími þeirra fimm mínútur. Að endingu tekur ráðherra aftur til máls og hefur til þess tvær mínútur.