154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

Viðbrögð vegna atburðanna á Reykjanesskaga, munnleg skýrsla mennta- og barnamálaráðherra.

[16:38]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir hans svör hér og þau valda mér ekki vonbrigðum. Það er auðvitað þannig að það eru líka tveir aðrir hópar sem þarf að hugsa um í þessu sambandi og hæstv. ráðherra nefndi annan þeirra, þ.e. foreldra barnanna sem eru að fást við að útskýra fyrir börnunum sínum þessar fordæmalausu aðstæður. Svo eru það þau sem starfa með börnunum, að það sé tekið utan um þann hóp og það þá gert í samstarfi við sveitarfélagið. Ég vil annars ljúka þessu á því að hvetja ráðherra til dáða í þessum efnum og þykir mér líklegt að hann njóti stuðnings Alþingis við allar góðar aðgerðir í þágu grindvískra barna.