154. löggjafarþing — 33. fundur,  20. nóv. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 460, um alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 452, um Alþjóðahafsbotnsstofnunina og námuvinnslu á hafsbotni, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 431, um riðuveiki, frá Vilhjálmi Árnasyni.

Að lokum hafa borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 256, um útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins, frá Birgi Þórarinssyni, á þskj. 408, um félagsleg fyrirtæki, frá Elvu Dögg Sigurðardóttur, og á þskj. 275, um ferðakostnað, og þskj. 462, um alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð, báðar frá Birni Leví Gunnarssyni