154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

509. mál
[15:51]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég treysti mér ekki til að fara að útskýra þessi hugtök; leiguteygju eða leigubremsu. Ég held að það megi kalla það frumvarp sem ég hyggst fara með fyrir ríkisstjórn á föstudaginn, og kemur vonandi inn í þingið sem fyrst, hvað sem verður, en þarna er verið að tryggja réttindi leigutaka með skýrari hætti, stuðla að langtímaleigu með ýmsum hætti. Hugmynd þeirra sem voru í starfshópnum — og það voru mjög margir aðilar, aðilar vinnumarkaðarins þar á meðal sem á sínum tíma voru sammála um, og margir hagaðilar, að þarna væri komið eitthvert tæki til þess, auðvitað ekki allir sammála um hvort það sé nóg — var að þarna væri eitthvað sem hv. þingmaður má kalla leigubremsu og einhverjir munu kalla leiguteygju. En fyrst og fremst er markmiðið að styrkja réttarstöðu leigutakans og stuðla að langtímaleigusamningum og stöðugri leigu.