154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

378. mál
[18:23]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir síðara andsvar sitt. Staðreyndin er sú að við erum við fulltrúar í sitthvorum stjórnmálaflokknum (Gripið fram í.) og til guðs almáttugs lánsins, með fullri virðingu, þá deilum við ekki alltaf heila.

(BLG: Nákvæmlega.) Það liggur náttúrlega algerlega á borðinu að ef við værum öll sammála um alla skapaða hluti þá værum við ekki að dingla hérna átta þingflokkar á þingi, þá væri bara einn flokkur hérna. Þannig að ég segi bara fyrir mína parta: Mér gæti ekki verið meira sama um það sem hv. þingmanni finnst. Ég ber virðingu fyrir hans skoðunum og ég ætlast til þess sama hvað mig varðar. Hann leggur mér heldur ekki orð í munn og segir mér hvort ég tilkynni það hverjir eru með okkur á málum eða ekki og hvernig ég nýti mína stöðu, hvort sem það er í ræðu eða riti. Það ætla ég að áskilja mér fullkomlega og algerlega sem minn rétt, hvort sem lýtur að tjáningu minni eða öðru. Ég þakka bara hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir sín andsvör, en fyrst og síðast: Við erum ekki að deila heila.