154. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2023.

gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

402. mál
[13:04]
Horfa

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að til framtíðar, og raunar líka núna í okkar samtíma, þá ættu stjórnvöld að hafa hugann meira við það að það hefur skapast, og allt útlit er fyrir að það haldi áfram að aukast, félags- og menningarlegur munur þegar kemur að næringarríkum mat. Ég tel að þar sé sérstök ástæða til þess að hafa sérstaklega áhyggjur af þeim sem koma frá efnaminni heimilum þar sem kannski er ekki sami fjárhagur til þess að kaupa dýrari, hreinni, minna unna matvöru og þar geti skólarnir með gjaldfrjálsum máltíðum komið sterkt inn og verið ákveðið grunnnet sem veitir hollan mat og verið þannig stuðningur og partur af í rauninni félagslegum stuðningi stjórnvalda. En að sjálfsögðu held ég að það sé bara alltaf til bóta að fá umsögn og sýn landlæknis á það hvað það er svo sem máltíðin í skólanum þarf að uppfylla til að teljast holl og næringarrík og um að gera að velferðarnefnd fái það sjónarhorn inn og taki það með í sína umfjöllun.