154. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2023.

samningar við sjúkraþjálfara.

[15:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið en ég verð bara að segja alveg eins og er: Þetta er nákvæmlega sama svar og ég fékk fyrir ári síðan. Ég held að þetta sé jafnvel nákvæmlega sama svarið og ég fékk fyrir tveimur árum. Þetta auðvitað gengur ekki upp. Síðan hlýtur aukið álag á sjúkraþjálfara að valda honum áhyggjum, vegna þess að nýjustu tölur sýna það að Íslendingar eru með feitustu þjóðum í heimi og ofþyngd því tifandi tímasprengja, bæði í heilbrigðiskerfinu og einnig í sjúkraþjálfarakerfinu. Það hlýtur að hringja viðvörunarbjöllum. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra sérstaklega: Nú er gert ráð fyrir sömu upphæð í fjárlögum í sjúkraþjálfun en þessi rúmi milljarður sem er búið að spara sér þarna, verður honum bætt við þegar samningar nást? Ef yfir höfuð samningar nást nema ég þurfi að koma hérna eftir ár og spyrja aftur nákvæmlega sömu spurningar.