154. löggjafarþing — 39. fundur,  28. nóv. 2023.

landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

535. mál
[17:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þar sem þetta er nú líka þingsályktunartillaga er ekkert kostnaðarmat þar á. Þó að það sé auðvitað heildarsundurliðun hérna þá hef ég ekki séð fulla fjármögnun landsskipulagsstefnunnar nægilega vel útfærða í fjármálaáætlun hingað til. Ég velti fyrir mér hvort þetta fjármagn sem fjallað er um í upphafi áætlunarinnar dugi í rauninni þegar allt kemur til alls og hvort við eigum von á að sjá uppfærðar tölur í næstu fjármálaáætlun sem miðar að því að þessi þingsályktunartillaga — hún fer væntanlega í gegnum þingið og verður samþykkt án þess að við þekkjum kannski raunumfang kostnaðar þeirra liða sem hér eru undir. Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að það sé hluti af ákvörðunarferlinu í þinginu að við vitum hvað þetta kostar. Verður það ekki örugglega í fjármálaáætlun næst?