154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

móttaka flóttafólks frá Palestínu.

[15:35]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svar sitt. Fjölskyldusameining er eitt en flóttamenn eru annað og ég var meira að biðja um að svara því hvort við værum til í að taka á móti fjölda flóttafólks eins og hefur verið gert fyrir þau sem koma frá Úkraínu. Nú eru 20 dagar liðnir frá því að Alþingi ályktaði að án tafar skyldi komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu. Alþingi krafðist þess að alþjóðalögum væri fylgt í einu og öllu í þágu mannúðar, öryggis almennra borgara og verndar borgaralegra innviða. Hvernig hefur ríkisstjórnin fylgt þessari áætlun þingsins eftir? Í hvaða aðgerðir hefur verið ráðist á síðustu tæpum þremur vikum? Hefur verið skoðað að koma á viðskiptabanni á Ísrael eða hvort slíta eigi stjórnmálasambandi milli Íslands og Ísraels? Eða hefur þessi þingsályktunartillaga sem samþykkt var með öllum atkvæðum litla þýðingu í huga ríkisstjórnarinnar?