154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

um fundarstjórn forseta.

[15:46]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það virðist vera að þessu linni aldrei. Á meðan ég hef verið á þingi þá hefur það verið viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári bara einhver risastór mál á handahlaupum af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum. Þingmannamál eru búin að halda þinginu gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, 14 EES-gerðir, þá eigum við einhvern veginn að afgreiða það bara á handahlaupum af því að þetta er dagsetningarmál. Þetta býður upp á mistök og það er ólíðandi að það skuli verið unnið svona ófaglega.

Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin, að ráðherrar geti ekki tryggt að mál þeirra komi til þingsins tímanlega til að við getum afgreitt þau á faglegan máta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Þetta er óþolandi.