154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

um fundarstjórn forseta.

[15:51]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég er áhugamanneskja um losunarheimildir og notkun þeirra en geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki einfalt mál og þarfnast mikillar vinnu og umsagnarferlis og alls þess sem hér hefur verið nefnt. Mig langaði bara að nefna það svona í ljósi sögunnar, hæstv. forseti, að það hefur ekkert verið neitt sérstaklega mikið að gera á löggjafarþingum, hvorki í vetur né í fyrra og það er kannski bara komið að því að við spýtum í lófana og fundum hér eins og fólk og gerum það sem gera þarf. Við höfum nægan tíma. Það eru ekki bara 11 þingdagar, það er heill mánuður eftir af þessu ári og okkur er engin vorkunn að vinna hér fram á Þorláksmessu og aftur á milli jóla og nýárs ef þess er þörf. (Gripið fram í: Heyr, heyr. )