154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

543. mál
[17:11]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Þessi atriði eru ekki sett inn nema menn treysti því að þau muni ganga eftir. Ég ætla ekki að fullyrða varðandi einstaka orðalag en það sem hv. þingmaður er að segja er í rauninni kjarni málsins, að í stað þess að bjóða út þessar heimildir þá geta menn notað þær og fengið heimild til þess að setja þetta endurgjaldslaust til flugrekenda. Það er kjarninn. Varðandi það hvort sá sem hér stendur sé ánægður ekki er aukaatriði í þessu. Þetta er sú staða sem er uppi. Auðvitað verður að hafa það í huga að þessar heimildir eru hugsaðar til að styrkja tæknilausnir og styrkja fyrirtækin og efnahagslífið í því að fara þessar leiðir. Það þurfti hins vegar að ganga frá þessu með þessum hætti til að það væri tryggt að það væri heimilt að gera hlutina eins og þarna er tilgreint, þ.e. að láta þetta fara endurgjaldslaust til viðkomandi flugrekenda.