154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

543. mál
[17:13]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að nefna að aðlögun er í hendi, ég var kannski ekki nógu skýr í því áðan. Hún verður tekin fyrir 8. desember þegar gerðin verður tekin upp í EES-samninginn, þannig að 8. desember er dagsetningin þar. Hv. þingmaður veit það náttúrlega að ég get ekki sagt hvert virði uppboðsheimilda verður í framtíðinni. Ef einhver treystir til að segja sér það þá er er viðkomandi einstaklingur annaðhvort með skyggnigáfu eða gríðarlegt sjálfstraust varðandi það sem hann getur séð fyrir. Svo þarf náttúrlega að koma í ljós hve mörg flugfélög sækja um.