154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

240. mál
[22:40]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni annað andsvar en vil ítreka það sem áður var sagt að með þessari samræmingu sem hér á sér stað er ekki verið að bæta við nýjum verkefnum eða skilgreina nýtt hlutverk. Það hefur þegar verið gert. Mælt er fyrir samþættri þjónustu í farsældarlögunum. Það er einfaldlega verið að samræma þarna við lög um leikskóla. Með þessu er verið að samræma við það. Í sjálfu sér er ekkert nýtt hérna. Það er ekkert nýtt verkefni að bætast við með þessu frumvarpi. Eins og ég fór yfir í yfirferð yfir nefndarálit er búið að skilgreina meira að segja í reglugerð hlutverk tengiliða og málstjóra og það er búið að skilgreina þessa teymisvinnu annars staðar. Hér er því bara verið að tryggja að það sé ekki misræmi í lögum um leikskóla og lögum um farsæld barna.