154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Þann 29. nóvember bárust bréf frá Þórunni Sveinbjarnardóttur og Jódísi Skúladóttur um að þær verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. 1. desember tóku því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Guðmundur Andri Thorsson, og 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Kári Gautason, en 1. varamaður hefur boðað forföll.

Þá hafa borist bréf frá Halldóru Mogensen, Andrési Inga Jónssyni, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um að þau verði fjarverandi á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi 1. og 2. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, Lenya Rún Taha Karim og Valgerður Árnadóttir, og 3. varamaður á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, Greta Ósk Óskarsdóttir, og víkur þá 1. varamaður, Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi, en 1. og 2. varamaður hafa boðað forföll. Guðmundur Andri Thorsson, Kári Gautason, Lenya Rún Taha Karim og Valgerður Árnadóttir hafa öll tekið sæti á Alþingi áður og eru boðin velkomin til starfa að nýju.

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu á grundvelli 1. mgr. 113. gr. kosningalaga til Gretu Óskar Óskarsdóttur. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kosningu og kjörgengi hennar.