154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

brottvísun flóttafólks frá Palestínu.

[15:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Við skulum endilega ræða hlutina á alþjóðavísu eins og hæstv. forsætisráðherra talaði um og það væri alveg hægt að eyða hér langri umræðu í að ræða um mannréttindasáttmála sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja, barnasáttmálann og fleira. En ég er sannfærður um það, herra forseti, að það var aldrei vilji íslenska löggjafans að senda 12 eða 14 ára börn til Grikklands og það er það sem við erum að ræða hér í dag. Það eru ýmis ákvæði í lögum um útlendinga sem stjórnvöld eiga og geta litið til þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. Svo ég hlýt að ítreka spurninguna: Mun þetta verða gert á vakt hæstv. forsætisráðherra?