154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

238. mál
[15:53]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Ástand menntamála í landinu er hrikalegt. Þetta er sá málaflokkur sem kom mér hvað mest á óvart þegar ég byrjaði hér á þingi, hvað staða menntamála er léleg. 38% 15 ára drengja geta ekki lesið sér til gagns. Svona má lengi halda áfram. Við þekkjum þessa sögu öll. Ef við tökum ekki á þessu máli munum við dragast aftur úr sem þjóð meðal vestrænna þjóða, svo mikið er víst. Á hverjum bitnar þetta? Hinum lægst settu í samfélaginu, þeim sem læra ekki að lesa heima hjá sér. Það er sá hópur sem fær ekki stuðning heima hjá sér, hann mun lenda illa í því þegar fram í sækir.

Í fyrstu breytingartillögu 2. minni hluta er lagt til að við styðjumst við fremstu alþjóðlegu vísindi í menntamálum, það erum við ekki að gera í dag, svo mikið er víst, og einnig að hlutverk stofnunarinnar sé að þjónusta menntastofnanir á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Það kemur ekki nægilega fram í þessu frumvarpi og það er líka það að orðalagið að mörgu leyti — verkefni frumvarpsins eru ekki nægilega skýr. (Forseti hringir.) Íslendingar þurfa að þora að stjórna sínum menntamálum, ekki bara að styðja við og efla og nota hugtök sem passa ekki.