154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

238. mál
[15:57]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég biðst afsökunar á því. Ég var var svo spenntur að komast í þessa merkilegu breytingartillögu sem ég tel mjög mikilvæga. (Gripið fram í.) Ég tel ástæðu — já, jafnvel að ég flytji hana aftur hér. (Gripið fram í: Endurtaka.) Endurtaki hana hér með. En ég skora bara á þingheim að samþykkja það að við notum fremstu vísindi og höfum ráðgjafarnefnd á sviði menntamála, skipaða vísindamönnum sem rannsaka þessi mál og skrifa margar fræðigreinar til ráðgjafar fyrir hina nýju stofnun, sem er mjög mikilvæg, og til ráðgjafar ráðherranum. Ég skora á ráðherrann að leita ráðgjafar fremstu vísindamanna sem Íslendingar eiga bæði hérlendis og erlendis. Svo vísa ég til minnar fyrri ræðu sem var reyndar við vitlausa grein. — Ég segi já.