154. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 543, um stefnu í áfengis- og vímuvörnum, frá Halldóri Auðar Svanssyni, og á þskj. 525, um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 519, um upprunaábyrgðir á raforku, og þskj. 541, um aðgerðir gegn olíuleit, báðar frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 515, um vatnsréttindi, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, á þskj. 544, um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, frá Ingibjörgu Isaksen, og á þskj. 546, um hnattræna stöðuúttekt, frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 468, um aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku, frá Elvu Dögg Sigurðardóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 275, um ferðakostnað, og á þskj. 462, um alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð, báðar frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 394, um framlög og hagræðingarkröfu til Ríkisútvarpsins, frá Vilhjálmi Árnasyni, og að lokum á þskj. 256, um útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins, frá Birgi Þórarinssyni.