154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[21:01]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Já, nákvæmlega, það skiptir einmitt máli hvar og hvernig skattkerfinu er beitt en það er tvímælalaust einn hluti af efnahagsstefnu, efnahagsúrræðum ríkisstjórna í hvert skipti og það skiptir máli að beina henni að þeim stöðum þar sem þenslan er. Ég er mjög ánægður með svar hv. þingmanns hvað þetta varðar.

Svo er það hin hliðin á peningnum, bókstaflega — krónan, evran — sem eru gjaldeyrismálin. Þau eru líka pínu áhrifavaldur utan krónuhagkerfisins sem getur haft áhrif á í raun verðgildi krónu og þar af leiðandi á rosalega mikinn hluta alls verðlags á landinu. Þar hefur mér fundist einmitt mjög áhugaverð orðræða Viðreisnar um að við þyrftum að huga að gjaldeyrismálum. Samfylkingin hefur verið aðeins þar líka og við Píratar en á aðeins mismunandi forsendum. (Forseti hringir.) En við sjáum ekkert svoleiðis hjá ríkisstjórninni. Hvenær fáum við eiginlega (Forseti hringir.) að ræða efnahagsmál í heild sinni, eitthvað annað en bara: Hérna er hagvöxtur, jei?