154. löggjafarþing — 45. fundur,  7. des. 2023.

skráning skammtímaleigu húsnæðis í atvinnuskyni.

[10:40]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég get sagt fyrir mitt leyti að þegar kemur að jafnræði aðila sem eru raunverulega í atvinnurekstri og þegar kemur að þeim sem segjast ekki vera í atvinnurekstri en eru það í raun þá eiga þeir að vera skráðir sem slíkir og vera innan þess kerfis. Það þarf bæði að vera almennilegt eftirlit en ekki síður varnaðaráhrif af því að fólk sé að svindla á kerfi, þannig að það sitji þá mögulega uppi með háa sekt vegna þess, til að stuðla að því að fólk fylgi settum reglum. Ef það þarf að breyta reglugerð til að stemma stigu við mikilli fjölgun og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað á höfuðborgarsvæðinu tel ég sjálfsagt að gera það. Þetta er þá að miklu leyti til þess að ná tökum á þessu umhverfi og er samstarf á milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Ég segi bara: Það er algerlega augljóst (Forseti hringir.) að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita (Forseti hringir.) hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að Airbnb (Forseti hringir.) og ætti mjög gjarnan að gera það og það mun ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu.

(Forseti (BÁ): Forseti minnir á að ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum er tvær mínútur í fyrri ræðu og ein mínúta í síðari ræðu.)