154. löggjafarþing — 45. fundur,  7. des. 2023.

skattar og gjöld á fyrirtæki og einstaklinga.

[10:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég held að stutta svarið við þessari spurningu sé að ég þurfi nú að fá að fara aðeins yfir þessa fyrirspurn sem var í nokkrum liðum og myndi kannski henta betur til skriflegs svars, þ.e. hvort þessar upplýsingar séu nú þegar til eða ekki, og ef ekki þá er hægt að afla þeirra, um umfang, umsvif, vinnustundir á bak við mismunandi þætti. Hins vegar fylgir bara almennt mat á áhrifum af þessari breytingu sem eru ekki talin vera þeim mun meiri, vissulega einhver en að þau vegi ekki þyngra en þörfin fyrir að leggja breytinguna fram eða því sem hún á að skila. Nánari upplýsingar um fjölda vinnustunda þeirra sem þá vinnu þurfa að leggja fram og mismunandi áhrif mismunandi þátta eru annaðhvort nú þegar til og er þá hægt að birta og ef ekki þá lýsi ég mig að sjálfsögðu reiðubúna til að afla þeirra upplýsinga og koma þeim áleiðis.