154. löggjafarþing — 45. fundur,  7. des. 2023.

skattar og gjöld á fyrirtæki og einstaklinga.

[11:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Eins og kemur fram í frumvarpinu þá eru þetta þessir tveir töluliðir og með þetta að markmiði. Ég bendi bara á að nú er málið fyrir nefndinni, eins og hv. þingmaður nefndi, og ef hægt er að leggja mat á það hvort þessi breyting kosti meira en hún á að skila eða að umsvif eða kostnaður sé það mikill að það sé ekki hægt að réttlæta þessa breytingu þá er sjálfsagt að fara yfir það. Mig grunar að svo sé ekki. En hvort sem það er fjármála- og efnahagsráðuneytið sem leggur fram þær upplýsingar að eigin frumkvæði eða að nefndin vilji fara yfir það þá er það sjálfsagt. Óháð því er hægt að draga saman upplýsingar um þetta. Ég er alveg sammála hv. þingmanni að við þurfum auðvitað að hafa yfirsýn og átta okkur á því hvaða afleiðingar það hefur að við séum að leggja svona hluti til (Forseti hringir.) en ég geri ráð fyrir því og held (Forseti hringir.) að þetta sé breyting í samræmi við það sem gengur og gerist og sé eðlilegt að leggja fram.