154. löggjafarþing — 45. fundur,  7. des. 2023.

aðbúnaður fanga og fjárskortur í fangelsismálum.

[11:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég treysti mér ekki til að lofa einhverju svo stóru að þær aðstæður sem þarna sköpuðust í fangelsinu um daginn muni ekki koma fyrir aftur. En ég treysti mér til að segja að ég sé tilbúin til að gera allt sem í mínu valdi stendur til að slíkt gerist ekki. Okkur er öllum ljóst að þær aðstæður sem þarna sköpuðust voru ekki eins og við viljum sjá. Ég tel mig samt sem áður knúna til að upplýsa hv. þingmann um það að heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu í landinu og þar með líka heilbrigðisþjónustu fanga. Þess vegna verður dómsmálaráðherra að vinna þetta mál í miklu samráði við hæstv. heilbrigðisráðherra og það mun ég leggja mikla áherslu á (Forseti hringir.) sem og að gæta að því að bæta verulega húsnæðiskostinn á Litla-Hrauni því það er mjög brýnt.