154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

238. mál
[15:20]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingar og stofnun nýrrar stofnunar menntamála og skólamála. Þessi breyting er hluti af stærri breytingum sem við erum að vinna að á menntakerfinu. Mig langar að segja það hér að við þurfum að stíga stór skref en við þurfum að vinna þau saman í góðri samvinnu og samstarfi um þessar breytingar líkt og verið hefur í samstarfi við nefndina en líka áframhaldandi breytingar. Mig langar í upphafi, áður en við förum í atkvæðagreiðsluna, að þakka nefndinni sérstaklega fyrir gott samstarf í þessu máli; framsögumanni, formanni nefndarinnar og öðrum nefndarmönnum og óska eftir áframhaldandi góðu samstarfi um nauðsynlegar breytingar á íslensku menntakerfi.