154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

238. mál
[15:24]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu eigum við að taka þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi og sækja okkur mikilvæga ráðgjöf til vísindasamfélagsins, jafnt innan lands sem utan, en að kveða á um það í lögum um þessa stofnun tel ég ekki skynsamlegt. Ég tel að við séum að stíga hér mjög mikilvægt og stórt skref með því að samþykkja frumvarp hér á eftir um nýja miðstöð menntunar og skólaþjónustu.