154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:38]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta fjárlagafrumvarp er vont og ég held að hv. þm. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hafi farið ágætlega vel yfir það hvernig við í Viðreisn ætlum að nálgast þessa atkvæðagreiðslu í dag. En mig langar hins vegar að vekja athygli á einu sem er alveg sérlega blóðugt og það er að á yfirstandandi ári og á næsta ári þarf ríkissjóður að greiða vel yfir 200 milljarða í vexti. 200 milljarðar í vexti á tveimur árum. Að stórum hluta er þetta vegna stórrar kerfisskekkju hér og það er pólitísk stefna að bregðast ekki við. Það skortir pólitískan kjark til að gera breytingu sem myndi lækka þessa upphæð sem fer í vaxtagjöld verulega og myndi líka lækka þá upphæð sem heimilin í landinu þurfa að þola út af verðbólgunni og vöxtunum. Sumar fjölskyldur hafa aukið greiðslubyrði sína um 2,5 milljónir á mánuði bara vegna hærri vaxta. Þetta fjárlagafrumvarp gerir ekkert til að laga það.