154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla að koma með smá spá. Ég giska á að tekjurnar í þessu fjárlagafrumvarpi séu vanspáðar tekjur og að tekjurnar endi þannig að ríkissjóður verði nokkurn veginn nálægt núlli, merkilegt nokk. En á þeim forsendum að það þarf að spyrja sig hverjir eru að borga í rauninni fyrir því það verður ákveðin verðbólga, verður ákveðin froða, verða meiri tekjur og við endum einhvers staðar nálægt núlli. En kostnaði verður haldið niðri. Stofnanir eins og Fangelsismálastofnun og Landhelgisgæslan o.fl. verða bara reknar á núðlum, það eru allir bara að borða núðlur til að spara. Hver skaðinn verður af því til lengri tíma er eitthvað sem við þurfum að fylgjast með og þar tek ég undir með hv. formanni fjárlaganefndar, við þurfum að fara aðeins í eftirlit með framkvæmd fjárlaga eins og hv. nefndarmaður, Jóhann Friðrik Friðriksson, hefur talað um líka. Ég hlakka til að sjá hvernig næsta ár fer og hvernig það endar og hvort núðlurnar verði okkur ofviða.