154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:12]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að vekja athygli á því að hér á að taka 26 ríflega milljarða í áfengisgjald. Gott og vel. Hvað verður gert við þessa peninga? Við erum að horfa upp á mikla vesöld þeirra sem glíma við fíknisjúkdóminn og hvernig í rauninni okkar löglega fíkniefnasala er að koma hér fólki á kaldan klaka og það deyja hátt í 50 einstaklingar árlega ótímabærum dauða og margir eru á biðlista eftir hjálp. Ég vil hvetja ríkisstjórnina undir akkúrat þessum lið til þess a.m.k. að marka ákveðna fjármuni og vera ekki nísk á að viðurkenna að við erum að glíma við stórkostlega heilbrigðisvá. Það er í raun í okkar höndum að sjá til þess að það skorti ekki fjármagn til að ala önn fyrir þeim sem eru veikir og biðja um hjálp og með þessum peningum þá finnst mér algerlega siðferðislega rétt að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að sjá til þess að enginn deyi á biðlista og allir fái þá læknisþjónustu sem þeir þurfa.