154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:21]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Við sjáum að hér er lagður til niðurskurður um tæpan hálfan milljarð í rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs. Þetta er 42% niðurskurður sjóðsins árið 2023 og heldur áfram út 2026. Miðað við núverandi verðbólgu er alveg ljóst að rýrni sjóðsins verður veruleg. Þetta er gersamlega óásættanlegt fyrir íslenskt vísindasamfélag. Við sjáum að þetta leiðir til þess að grunnrannsóknir verða verulega skertar en við sjáum það líka að samhliða, sem gerir þetta alveg sérstaklega áhugavert, fá nýsköpunarfyrirtæki ríflega aukningu í fjárframlögum sem nemur um 2 milljörðum. Áætlunin er sem sagt að taka þennan sjóð og færa hann yfir til nýsköpunarfyrirtækja. Það vekur upp spurningar og við vitum ekki hvernig þessi nýsköpunarfyrirtæki eiga að fá til sín starfsfólk sem ekki hefur aðgang að öflugum grunnrannsóknum. Mér er alveg sérstaklega illa við áherslur þessarar ríkisstjórnar í eflingu þekkingarsamfélagsins á Íslandi þannig að ég segi nei.