154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:55]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um 48 millj. kr. framlag til þeirra átta náttúrustofa sem við höfum hér vítt og breitt um landið. Ég styð þessa tillögu heils hugar því að verkefni náttúrustofanna eru mörg og skipta máli. Það verður spennandi að ræða málefni þeirra frekar í öðru frumvarpi sem tengist þeim sérstaklega sem varðar sameiningu stofnana. Ég styð þetta heils hugar.