154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Samhliða því að ég samþykki þessa breytingartillögu þá langaði mig til að vekja athygli á dálitlum galla í framsetningu þess sem við erum að greiða atkvæði um hérna, að tillagan inni í þessari upphæð er um 115 millj. kr. hækkun til íslenskukennslu, sem var verið að hafna rétt áðan. Alla jafna hefði þessi atkvæðagreiðsla fallið niður af því að það er um sömu upphæð að ræða og tvær tillögur. En af því að það eru greidd atkvæði þannig að það eru 115 milljónir og meira, sem er sett saman í einn lið, og við getum ekki greitt atkvæði í rauninni með uppskiptingunni á hinum mismunandi tillögum, þá kemur inn tillaga sem inniheldur það sem var verið að fella rétt áðan. Mjög áhugavert. Þetta gerðist líka hérna áðan í varðandi brottvísunar … o.s.frv. Við gátum ekki greitt atkvæði um einstakar tillögur sem summuðust upp í þessa upphæð … Þetta er galli sem ég held að við þurfum að laga, því að þetta hefur gerst áður, og ég beini því til forseta að það verði komið í lag næst.