154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er m.a. verið að greiða atkvæði um að hækka fjárhæðir vegna uppbóta og styrkja til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra. Fjárhæðir vegna bifreiðakaupa hækkuðu síðast árið 2015 og hámarksfjárhæð styrkja vegna sérútbúinna bifreiða hækkaði síðast árið 2020, þannig að það má nú með sanni segja að það sé kominn tími til að hækka þessa styrki. Þá er einnig í þessari tillögu verið að horfa til þess að hreyfihamlað fólk geti tekið þátt í orkuskiptunum og því er lagt til að uppbætur og styrkir vegna kaupa á hreinum rafbílum taki mið af stuðningi stjórnvalda vegna orkuskipta. Það er mikilvægt og þetta styð ég heils hugar.