154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:54]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um hvort það sé rétt að láta beinan stuðning ríkisins við skuldsett heimili í gegnum vaxtabótakerfið lækka um 700 millj. kr. milli ára, hvort það sé rétt og eðlilegt að 5.000 heimili séu skert út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignaskerðingarmörk rýrna að raunvirði. Það er pólitísk ákvörðun. Athugum að þetta er stuðningskerfi sem gagnast fyrst og fremst heimilum sem eru í senn tiltölulega tekjulág og með þunga greiðslubyrði og hér er verið að taka pólitíska ákvörðun um að rýra þennan beina stuðning. Mér finnst þetta gersamlega óþolandi og fyrir neðan allar hellur og ég segi nei. Auðvitað segi ég nei og við í Samfylkingunni segjum nei.