154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er gerð tillaga um að fella brott heimild ríkisstjórnarinnar til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Einfaldlega vegna þess að ég ber ekkert traust til ríkisstjórnarinnar til að selja Íslandsbanka, þótt ég beri meira traust til núverandi fjármálaráðherra en fyrrverandi fjármálaráðherra, þá ber ég almennt séð ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að sinna þessu verkefni og ég hef enga trú á að á næsta ári muni koma einhvers konar fyrirkomulag til að selja afganginn af bankanum á farsælan hátt. Ég legg því einfaldlega til að þessi heimild verði felld brott. Það þarf fyrst að koma tillaga um það hvernig fyrirkomulagið á að vera og ná trausti áður en við íhugum að ganga lengra.