154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:16]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa tillögu en ég vil þó hér gera grein fyrir skilningi mínum á tölulið 3.33, þ.e. að heimila ráðstöfun á landi í eigu ríkisins til landnýtingar í þágu loftslagsmála, svo sem kolefnisbindingar eða samdráttar í losun með skógrækt, endurheimt eða verndun vistkerfa, að undangenginni greiningu á því, m.a. út frá náttúrufari, hvort tiltekið land henti undir slíka nýtingu. Ég geng þá út frá því að ef um er að ræða bújarðir í eigu ríkisins sé ætlunin að bændur gætu nýtt þessar jarðir í þessu skyni og eins að fram fari samhliða mat á þýðingu þessara ríkisjarða ef um er að ræða bújarðir fyrir búskap í viðkomandi sveitum.