154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

niðurfelling ívilnunar vegna kaupa á rafbílum.

[15:37]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talar um að hér sé engin aðgerðaáætlun komin fram. Þá er kannski rétt að hv. þingmaður myndi vísa til þess sem loftslagsráð hefur margoft bent á, að núverandi aðgerðaáætlun sé ekki nógu skýr, ekki mælanleg og ekki nógu nákvæm. Hvernig vinna þau lönd sem við berum okkur saman við aðgerðaáætlun? Þau gera það með atvinnulífinu og öðrum aðilum til að ná nákvæmlega þessum markmiðum sem loftslagsráð hefur vísað til. Það erum við búin að gera og það hefur tekið tíma. Það hefur tekið tíma. Leiðinlegt að hv. þingmaður yfirgefi þingsalinn þegar maður er að svara honum, en hv. þingmaður verður að eiga það við sig, (Gripið fram í.) gaman að sjá þig aftur. En aðgerðaáætlunin mun koma fram og mun verða mun ítarlegri en sú sem nú er. Hins vegar liggur það alveg fyrir að enginn veit nákvæmlega hvar skurðpunkturinn þegar þegar kemur að rafbílunum. Svo sannarlega erum við að styrkja ýmislegt annað en það hefur gengið vel í rafbílavæðingunni m.a. vegna þess að það er gott að keyra rafbíl og (Forseti hringir.) það er ódýrara að keyra rafbíl og ég hef fulla trú á því að við munum halda því áfram. Í það minnsta mun ég gera það.