154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

aðgerðir Íslendinga og annarra þjóða vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

[15:43]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það skiptir máli að það komi fram að Ísland hafi beitt sér og Ísland sé að beita sér og Ísland ætli að halda áfram að beita sér fyrir friði fyrir botni Miðjarðarhafs, því að líkt og ég sagði áðan þá held ég að við séum öll sammála um það að þetta hræðilega ástand sem er núna, það bara verður að stöðva. Ég vona að hæstv. ráðherra taki undir áhyggjur mínar af því þegar neitunarvaldi er beitt í aðstæðum sem þessum. Hæstv. ráðherra sagði hér fyrr í dag að samtakamáttur þjóða væri mikilvægur þegar kemur að svona málum og ég er sammála því. En mig langar að spyrja (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið eða, vegna þess að spurningin um slit á stjórnmálasambandi gerist sífellt ágengari, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar.