154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

stuðningur við mál um græna orkuframleiðslu.

[15:53]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Ég var nú að hugsa um að tala um fundarstjórn og sting upp á því að við héldum þá einhverja sérstaka umræðu um orkumál þar sem við getum verið að mæra eða skamma eða hvað eina annað sem er. En ég skora á forseta og hvet hann til dáða til að stýra þessum þætti þannig að við tölum um fundarstjórn forseta. Að öðrum kosti tökum við bara upp sérstaka umræðu um orkustefnu og orkumálin og hvernig okkur líkar við framvindu þeirra mála og hvort helmingurinn af hv. þingflokki Miðflokksins lýsir yfir stuðningi eða ekki. Við fögnum öllum góðum málum, sérstaklega fundarstjórn forseta.