154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

stuðningur við mál um græna orkuframleiðslu.

[15:54]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hv. þingmenn eru komnir í jólaskap. Hér falla pólitískar ástarjátningar frá Miðflokki, Viðreisn og Flokki fólksins líklega. (Gripið fram í.) Er ekki bara best, hæstv. forseti, að gera hlé á þessum þingfundi, kalla hæstv. forsætisráðherra heim svo að hægri flokkarnir geti sameinast og rætt um þann draum sinn að mynda hér alvöru hægri stjórn, því að mér heyrist það vera tilboðið sem liggur hér í loftinu, eða hvað? Er þá ekki bara best að gera hlé á þessum fundi, slíta þessu stjórnarsamstarfi og leyfa hægri flokkunum að ráða ferð, sjá hvort þeir geti það?