154. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2023.

stuðningur við mál um græna orkuframleiðslu.

[15:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í allri þessari orkuumræðu hef ég nú mestar áhyggjur af því að ég missti alla orku í fjárlagaumræðunni þegar þetta blessaða borð virkaði ekki. Ég veit ekki hvort það er út af orkuleysi eða einhverju öðru en ég vona að það sé ekki svo. Ég vona að það verði fljótlega gert við það, ef ekki væri gaman að vita hvers vegna og hvenær við megum við búast við púltið virki. Ég tók eftir því að flestallir sem koma hérna upp fara í takkann en það skeður ekkert. Ég vona að þetta sé ekki orkuskortur.