154. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:33]
Horfa

Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):

Borist hafa bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 587, um sjúkraflug, frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur og eftirfarandi fyrirspurnum frá Rögnu Sigurðardóttur: Á þskj. 590, um ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks, á þskj. 599, um fyrirspurnir í gegnum Heilsuveru, og á þskj. 600, um tæknilausnir í heilbrigðisþjónustu. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 547, um þvingaða lyfjagjöf við brottvísun, frá Andrési Inga Jónssyni.