154. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2023.

svör við skriflegum fyrirspurnum.

[14:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil líka minna á að ég er með ósvaraða fyrirspurn frá því í október þannig að það væri kannski allt í lagi að fara að bretta upp ermarnar. Það er fyrirspurn um bifreiðastyrki fyrir fatlað fólk og væri mjög gott að fá svar við henni sem fyrst, ekki veitir af. Og síðan er auðvitað annað sem væri mjög gott og það er að gera við púltið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)