154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er verið að hækka gjald á fiskeldisfyrirtæki og eftir hækkunina verður það svoleiðis að gjaldið verður í takti við forsendur fjárlaga. Það skiptir máli. Það skiptir máli að við höldum áfram í stefnumótun hvað varðar fiskeldið. Það eru nú þegar inni í samráðsgátt fyrirhugaðar tillögur frá hæstv. matvælaráðherra og ég trúi því og treysti að við höldum áfram að byggja hina mikilvægu umgjörð sem þarf að vera í kringum fiskeldið. Þessi atkvæðagreiðsla í dag er partur af því. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)