154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 665, um dreifingu nektarmynda af ólögráða einstaklingum, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 742, um farsímanotkun barna á grunnskólaaldri, frá Bryndísi Haraldsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 516, um land og lóðir í eigu ríkisins í Reykjanesbæ, frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur.