154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[13:21]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég lagði fram breytingartillögu við þetta frumvarp sem tæki út valkvætt ákvæði um það að fjarsala væri bönnuð. Skilgreiningin sem ráðuneytið hefur gefið er að þarna sé verið að banna fjarsölu frá svæðum utan EES. Frumvarpið segir hins vegar með mjög skýrum hætti að það sé verið að banna fjarsölu utan landamæra Íslands. Ég held að við séum að ganga of langt með þessu ákvæði en ég dró samt breytingartillögu mína til baka til að auðvelda framgang málsins þar sem það er margt annað gott í þessu frumvarpi. En ég hvet hv. velferðarnefnd og aðra að skoða þetta mun betur því að þarna held ég að við séum að ganga lengra heldur en EES-samningurinn leyfir.