154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[13:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það á sem sagt að bæta þekkingarsamfélagið, efla það og hefja það upp til vegs og virðingar — miðað við árið 2019, ekki miðað við árið í ár heldur árið 2019. Það á að lækka miðað við árið í ár. Það er ekki efling þekkingarsamfélagsins 2024 og 2025 miðað við 2023 heldur miðað við 2019. Það er gott að hafa í huga að þegar Covid kom á fleygiferð var sagt: Við ætlum að vaxa úr vandanum. Til að ná að vaxa úr vandanum þurfum við grunnrannsóknirnar, tvímælalaust, og þar kom stjórnarandstaðan inn með tillögu um að efla einmitt nýsköpunina sem meiri hlutinn hafnaði. Í kjölfarið á því fór meiri hlutinn að bæta ráð sitt varðandi nýsköpunina og bætti tvímælalaust í, sem er þess vert að fagna. En eins og gengur og gerist þá sýnir sagan að ef tillögur stjórnarandstöðunnar hefðu verið samþykktar á tímum Covid hefði það fjármagn nýst mun betur og við værum á mun betri stað í dag heldur en við erum núna.