154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:04]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langar mig til að gera hið gagnstæða við það sem hv. þingmaður gerir hér og hrósa málsmeðferðinni, kannski vegna þess að í upphafi var þetta frumvarp alls ekki gott en í meðförum nefndarinnar er frumvarpið bara orðið ágætt. Mér finnst eins og það sé búið að koma til móts við flestar þær óskir og umsagnir sem komu inn á borð nefndarinnar. Það gerði það að verkum að ég get stutt þetta mál. Það er breyting á gistináttaskatti sem mér finnst skipta máli, það eru stuðningsaðgerðir við Grindvíkinga, breytingar á ívilnunum vegna hjólanna og eitt og annað sem skiptir okkur máli. Viðreisn mun styðja þetta mál af því að mér finnst þetta bara vera gott dæmi um það verklag sem við ættum að viðhafa í nefndunum, að hver höndin sé ekki upp á móti annarri þar heldur reynum við að taka á þessum málum sameiginlega.